-5 C
Selfoss

Selfoss, þar sem lífið á sér stað

Vinsælast

Frumsýning á auglýsingum sem keyrðar verða á hinum ýmsu miðlum var í Selfossbíó í gærkvöldi. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélagsins og nokkurra fyrirtækja og velunnara Selfoss. Utan um verkefnið heldur sjálfseignarstofnunin Höfuðstaður Suðurlands ses. undir stjórn Vignis Guðjónssonar. Að verkefninu komu þrjár fjölskyldur sem veita innsýn í sitt daglega líf. Þeim var þökkuð þátttaka í verkefninu á Hótel Selfossi í gær.

Myndir/Sigurjón Ragnar

Í tilkynningu frá Vigni kemur fram: „Þetta er í grunninn ímyndarherferð sem ákveðið var að ráðast í eftir ítarlega greiningarvinnu. Í aðalhlutverki eru þrjár fjölskyldur í bænum, sem opnuðu dyrnar að heimili sínu og veittu okkur innsýn inn í lífið á Selfossi. Þessar fjölskyldur stóðu sig frábærlega og eru söguhetjurnar okkar.

Hægt að skoða meira efni á www.selfoss.is þar fjölskyldurnar og sögur þeirra fá enn meira vægi og þar er jafnframt hægt að sjá hvaða frábæru fyrirtæki það eru sem standa að verkefninu.“

Hér að neðan má sjá eina af auglýsingunum.

 

Nýjar fréttir