-7.2 C
Selfoss

Alfreð framlengir við Selfoss

Vinsælast

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Alfreð tók við kvennaliði Selfoss eftir að það féll úr úrvalsdeildinni árið 2016 og undir hans stjórn hefur leiðin stöðugt legið upp á við. Liðið fór beint upp í úrvalsdeildina aftur og í sumar lauk Selfoss leik í þriðja sæti deildarinnar og fyrsti stóri titill knattspyrnudeildar Selfoss er húsi eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn í ágúst.

„Ég er ótrúlega ánægður með að geta haldið áfram hér á Selfossi og að menn séu tilbúnir að taka næsta skref. Ég er mjög ánægður með það umhverfi sem ég er að vinna í og við getum við mjög stolt af því sem við höfum verið að gera undanfarin þrjú ár. Það hefur verið mikil og góð uppbygging á liðinu og við erum komin á þann stað sem við viljum vera á. Ég get fullyrt að það eru fá félög á landinu sem hugsa eins vel um kvennaliðin sín. Hér er frábært starfsfólk og aðstaða og margir sem vinna að því af heilum hug að gera umgjörðina sem besta,“ segir Alfreð Elías.

Auk þess að þjálfa kvennalið Selfoss verður Alfreð áfram aðalþjálfari hjá Knattspyrnuakademíu Íslands í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

„Akademían er frábær vettvangur fyrir unga leikmenn, bæði stráka og stelpur, til þess að bæta sig. Það hefur verið góð samvinna milli félagsins og akademíunnar og hér á Selfossi er allt til alls fyrir leikmenn sem vilja bæta sig meira sem fótboltamenn og ná enn betri árangri,“ sagði Alfreð ennfremur.

Nýjar fréttir