-5.5 C
Selfoss

Fundu kanabisræktun í kjallaranum

Vinsælast

Í gær stöðvuðu lögreglumenn á Selfossi, ökumann fólksbifreiðar, með það að leiðarljósi að kanna með ástand og ökuréttindi hans. Við afskipti, fundu lögreglumenn mikla kannabislykt af manninum og játaði maðurinn neyslu kannabisefna.

Eitt leiddi af öðru og fóru lögreglumenn með manninn að heimili hans, þar sem þeir fundu sterka kannabislykt. Karlmaðurinn heimilaði leit á heimili sínu og framvísaði um leið nokkru magni af kannabisefnum.

Við nánari skoðun fundu lögreglumenn svo kannabisræktun í kjallara hússins, sem karlmaðurinn gekkst við að eiga.

Um var að ræða nokkuð vel útbúna aðstöðu til kannabisræktunar þar sem 525 kannabisplöntur, á mismunandi ræktunarstigum, voru. Þar vaknaði jafnframt grunur um að rafmagn hefði verið leitt fram hjá rafmagnsmæli og var fenginn sérfróður aðili um rafmagn á staðinn og staðfesti hann að rafmagn, notað til kannabisræktunarinnar, var leitt fram hjá mæli.

Málið telst upplýst og á maðurinn von á kæru fyrir akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna, vörslu fíkniefna, framleiðslu kannabisefna, rof á innsigli rafmagnsmælis og þjófnaði á orku.

Frétt af Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi

Nýjar fréttir