-8.3 C
Selfoss

Ljósmyndaklúbburinn Blik með sýningar á Hellu og Selfossi

Vinsælast

Félagsmenn í Blik sem er áhugaljósmyndaklúbbur á Suðurlandi hafa opnað tvær ljósmyndasýningar á síðustu dögum. Annars vegar í Hótel Selfossi í tengslum við Vor í Árborg og hins vegar sýninguna „Gler og listsköpun” á árbakkanum við Ytri Rangá á Hellu.

Frá sýningunni „Er veröldin svarthvít?” í Hótel Selfoss.
Frá sýningunni „Er veröldin svarthvít?” í Hótel Selfoss.

Sýningin á Selfossi heitir „Er veröldin svarthvít?” en þar sýna félagsmenn fjölbreytt úrval af fallegum svarthvítum myndum. Sú sýning verður opinn gestum hótelsins og öðrum næstu mánuðina.

Sýningin á Hellu var unnin í samvinnu við glerverksmiðjuna Samverk á Hellu. Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands, auk Rangárþings ytra, Þjótanda á Hellu og félaga í Blik. Sólveig Stolzenwald, formaður Bliks á hugmyndavinnuna og Ragnar A. Magnússon sá um hönnun rammanna.

Nýjar fréttir