-1.1 C
Selfoss

Skólastjórnendur fengu samfélagsviðurkenningar

Vinsælast

Líf og fjör var á menningar- og listahátíðinni Vor í Árborg sem fram fór dagana 20.–23. apríl sl. Samfélagsviðurkenningar voru veittar við setningu hátíðarinnar á Stað á Eyrarbakka á sumardaginn fyrsta. Þar fengu skólastjórar og aðstoðarskólastjórar grunnskóla í sveitarfélaginu á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum í samfelldu starfi fyrir skólana sérstakar samfélagsviðurkenningar. Þeir voru Theódór Guðjónsson á Stokkseyri, Óskar Magnússon á Eyrarbakka, Óskar Þór Sigurðsson og Leifur Eyjólfsson í Barnaskóla Selfoss og Óli Þorbjörn Guðbjartsson og Jón Ingi Sigurmundsson í Gagnfræðaskóla Selfoss. Aldursforsetinn í hópnum, hálf-tíræður Leifur Eyjólfsson, fékk blómin afhent heima.

Nýjar fréttir