-8.9 C
Selfoss

Bikarmeistararnir fengu 400.000 kr. styrk úr Verkefnasjóði HSK

Vinsælast

HSK sendi knattspyrnudeild Umf. Selfoss innilegar hamingjuóskir með bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna, en sem kunnugt er vann kvennalið félagsins KR í úrslitaleik síðastliðinn laugardag.

Stjórn Verkefnasjóðs HSK ákvað af þessu tilefni að veita knattspyrnudeildinni á Selfossi 400.000 kr. styrk úr sjóðnum vegna þessa frábæra árangurs, en í 9. grein reglugerðar sjóðsins segir: „Stjórn sjóðsins er heimilt að veita styrki úr sjóðnum vegna framúrskarandi árangurs einstaklinga og liða, án þess að umsókn hafi borist.“

Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK kom við í Tíbrá á mánudagsmorgun með bréf frá sjóðnum. Þau Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari og Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður tóku við styrknum fyrir hönd bikarmeistaranna og deildarinnar.

Nýjar fréttir