-8.1 C
Selfoss

Samið um malbikun og frágang göngustíga í Árborg

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Gröfuþjónustu Steins ehf. um frágang og malbikun á göngustígum í Árborg og er verkið þegar hafið. Um að ræða malbikun á göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar og malbikun fyrsta áfanga á stíg meðfram Eyrarbakkavegi, frá Suðurhólum að Víkurheiði (gámasvæðisvegur). Vegagerðin greiðir helming á móti sveitarfélaginu í þeim hluta framkvæmdanna. Auk þess verður gengið frá tveimur stígum sem alfarið eru á höndum sveitarfélagsins. Er þar um að ræða malbikun á Hraunteigsstíg á Eyrarbakka, sem liggur frá Barnaskólanum á Eyrarbakka og að Litla Hrauni, og síðan jarðvegsskipti á stíg mill Fosslands og Selfossbæja, frá Þóristúni. Malbikun á að ljúka fyrir 15. september og verkinu öllu fyrir 15. október.

 

Nýjar fréttir