Grýlupottahlaup Selfoss 2017 hefst á morgun laugardaginn 22. apríl. Er þetta í 48. skipti sem hlaupið er haldið en það er meðal elstu viðburða sem fram fara árlega á Selfossi.
Skráning hefst kl. 10:30 í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, á íþróttavellinum. Hlaupið sjálft hefst svo kl. 11:00.
Grýlupottahlaupið er 850 m langt og eru sex einstaklingar ræstir saman með hálfrar mínútu millibili. Þátttakendur eru á öllum aldri og er aðalatriðið að vera með. Hlaupið fer fram sex laugardaga í röð. Fyrsta hlaupið er 22. apríl, síðan 29. apríl, 6. maí, 13. maí, 20. maí og 27. maí. Að loknum sex hlaupum er tekinn saman besti árangur samanlagt úr fjórum hlaupum og veitt verðlaun. Stefnt er á að hafa verðlaunaafhendingu fimmtudaginn 1. júní í Tíbrá klukkan 11. Keppt er í öllum aldursflokkum karla og kvenna.