-6.6 C
Selfoss

Út í óvissuna, seinni hluti

Vinsælast

Fyrir hálfum mánuði birtist fyrri hluti uppskriftar að óvissupeysu og bíða margir spenntir eftir því að geta nú haldið áfram og helst að klára fyrir Verslunarmannahelgina.

Þegar búið er að sameina allar lykkjurnar af bol og ermum er byrjað að prjóna eftir meðfylgjandi mynstri sem sýnir liti og úrtökur. Einnig sést þar hvaða umferðir þarf að endurtaka í mismunandi stærðum.

Þegar mynstrinu lýkur er prjónuð ein umf sl með aðallit. Þá er skipt aftur yfir í prj 4,5 og prj ein umf þannig: 2 sl, 2 br í sömu lykkju og eftir þetta 2 sl, 2 br þangað til kragi er orðinn hæfilega hár. Fellið laust af. Ef vill má sleppa því að auka út í fyrstu umferðinni og gera kraga sem brotinn er inn á og saumaður við.

Gangið frá endum og lykkið saman undir handvegum. Þvoið peysuna í volgu sápuvatni og leggið til þerris. Peysan verður dásamlega mjúk og létt og ótrúlega hlý.

 

Góða ferð og enn betri heimkomu!

 

Hönnun: Alda Sigurðardóttir

 

 

Nýjar fréttir