-6.9 C
Selfoss

Mögnuð upplifun á tónleikum Góss á Sólheimum

Vinsælast

Eins og svo oft áður lék veðurblíðan við gesti á Menningarveislu Sólheima síðastliðinn laugardag. Skipuleggjendur brugðu því á það ráð að flytja tónleikana út úr Sólheimakirkju fyrir framan Grænu könnuna, kaffihúsið á Sólheimum. Það reyndist góð ákvörðun því kirkjan hefði aldrei rúmað þann fjölda gesta sem safnaðist saman í kvosinni fyrir framan kaffihúsið en áætlað er að rúmlega 300 gestir hafi verið á tónleikunum. Stemningin sem skapaðist var hreint mögnuð og ljóst að þessir tónleikar munu lifa lengi í minnum manna. Sigurður Guðmundsson söngvari Góss hótaði gestum að koma aftur að ári því hér væri að skapast yndisleg hefð. Hann bætti þó við að það væri góðlátleg hótun.

Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs.

Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs eru næst á dagskrá Menningarveislu Sólheima en þau koma fram næsta laugardag, 13. júlí. Þetta ofurpar hefur notið mikillar velgengni í tónlist og leikhúsi saman og í sitthvoru lagi. Þau voru til dæmis hársbreidd frá því að fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2014 með lagið Lífið kviknar á ný sem þau sömdu saman.

Þau er þekkt fyrir að skapa skemmtilega og huggulega stemningu með tónlistarflutningi sínum. Á dagskránni verða uppáhaldslög þeirra, sérstaklega valin fyrirtilefnið. Þau eru mjög spennt að fá að koma á Sólheima og lofa frábærri skemmtun. Tónleikarnir hefjast að venju kl. 14:00 á laugardaginn í Sólheimakirkju.

Nýjar fréttir