-5.8 C
Selfoss

Gert ráð fyrir að ljúka tvöföldun í lok september

Vinsælast

„Eins og staðan er í dag miðar verkinu vel áfram. Ef allt gengur að óskum í framhaldinu gerum við ráð fyrir að ljúka verkinu í lok september,“ segir Oliver Claxton, verkefnastjóri hjá ÍAV. Aðspurður hvort upp hafi komið einhver ófyrirséð vandamál við verkið segir Oliver að það sem stæði upp úr væru tafir í uppbyggingu Varmárbrúar vegna vatnavaxta í Varmá, en það þótti óvenjulegt í janúar. Á meðan verkinu hefur staðið var umferðin færð um hjáleiðir og dregið úr hraða. „Vegfarendur hafa ekki gætt nægilega að sér þegar ekið er í gegnum verksvæðið. Oft á tíðum eru vegfarendur að aka of hratt miðað við aðstæður. Þetta er sérstaklega varasamt við hjáleiðirnar. Við biðlum því til vegfarendur að virða aðstæður og það starfsfólk sem vinnur þar, oft á tíðum upp við vegkantinn. Þá er mikið um þveranir stórra ökutækja sem geta reynst varasamar.

Nýjar fréttir