-7.7 C
Selfoss

Leikfélag Sólheima frumsýnir Ævintýrakistuna

Vinsælast

Hefð er fyrir því að Leikfélags Sólheima frumsýni leikrit á sumardaginn fyrsta. Á því verður engin breyting í ár og verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrakistan. Höfundur er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og tónlistina semur Þröstur Harðarson, kokkur á Sólheimum. Í Ævintýrakistunni eru sett saman þrjú þekkt Grimms ævintýri, Gullgæsin, Stígvélaði kötturinn og Brimarborgarhljómseitin. Rúmur helmingur íbúa og starfsmana Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni.

Frumsýning er á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl. Næstu sýningar eru 22. og 23. apríl og seinustu sýningarnar 29. og 30. apríl. Allar sýningarnar byrja kl. 14.00 og taka um klukkutíma. Miðasalan er í síma 847 5323 eða solheimar@solheimar.is.

Nýjar fréttir