-6.6 C
Selfoss

Fyrsta mýrdælska Íslandsmetið

Vinsælast

Ungmennafélagið Katla náði góðum árangri á Meistaramóti Íslands 11–14 ára sem fram fór á Laugardalsvelli um helgina. Vann Kötlufólk til tveggja Íslandsmeistaratitla, þriggja bronsverðlauna og átti fjöldan allan af bætingum og keppendum í úrlsitum.

Stephanie Ósk Ingvarsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki 12 ára stúlkna er hún stökk 1,56 m og jafnaði um leið Íslandsmetið og mótsmetið. Jafnframt setti hún héraðsmet í kvennaflokki. Stephanie Ósk varð einnig Íslandsmeistari í langstökki, stökk 4,80 m og bætti um leið hérðasmet í 12 og 13 ára flokkum. Hún varð í 3. sæti í spjótkasti með kast upp á 20,63 m og í 3. sæti í 60 m hlaupi er hún hljóp á 8,78 sek (riðlakeppni) og 8,82 sek (úrslit). Karl Anders Þórólfur Karlsson varð í 3. sæti í hástökki pilta, stökk
1,51 m.

Stephanie Ósk Ingvarsdóttir ásamt Ástþóri Jóni Tryggvasyni þjálfara.

„Það var mikið um bætingar og persónulega sigra og er allur árangurinn glæsilegur, en óneitanlega stendur Íslandsmetið upp úr. Einnig er þetta frábær hvatning og sýnir okkur að við getum allt. Oft á tíðum vill fólk draga úr metnaði og kröfum því við komum úr litlu bæjarfélagi eða erum fámenn. Þvílík vitleysa. Við getum, við skulum, við viljum. Leggjumst öll á eitt og stefnum hærra, því við getum farið hærra og við viljum alla með,“ segir Ástþór Jón Tryggvason þjálfari krakkanna í Umf. Kötlu. Nánari úrslit má sjá á thor.fri.is

Nýjar fréttir