-7 C
Selfoss

Gáfu handprjónaðar dúkkur til HSU

Vinsælast

Á sjálfan kvenréttindadaginn 19. júní sl. komu þrjár heiðurskonur í heimsókn til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi með góðar gjafir. Þær dvelja allar á Ási í Hveragerði og hafa stytt sér stundir í vetur við að prjóna litlar dúkkur sem þær vildu gefa slysa- og bráðamóttökunni á Selfossi. Hugsunin á bakvið gjöfina er að gleðja lítil börn sem af einhverjum orsökum verða að heimsækja slysa- og bráðamóttökuna.

Dúkkurnar sem eru 30 talsins eru í fallegum litum og engar tvær eins. Eiga dúkkurnar efalítið eftir að stöðva einhver tár og hugga lítil hjörtu sem neyðast til að koma í heimsókn á slysa- og bráðamóttökuna.

Nýjar fréttir