-5.5 C
Selfoss

Ljúfir tónar ómuðu í galleríinu Tré og list

Vinsælast

Ljúfir tónar léku um orgelstofuna í gallerýinu Tré og list fimmtudaginn 23. maí sl. Þar voru haldnir tónleikar fyrir eldri borara í Flóahreppi, bæði núverandi og brottflutta, í nývígðri orgelstofu í tilefni af hátíðinni Fjör í Flóa. Ýmissa grasa kenndi í efnisskránni en von var á leynigesti. Hann reyndist vera Páll Rúnar Pálsson, söngvari. Hann flutti lögin Kirkjuhvoll og Kvöldblíðan lognværa við undirleik Ólafs Sigurjónssonar, organista. Þá söng Ingibjörg Ýr Jónsdóttir, húsfrú í Villingaholti 2, Kvæðið um fuglana og Mamma ætlar að sofna við undirleik Ólafs. Að því loknu flutti Ólafur nokkur vel valin lög á pípuorgelið úr Landakirkju í Vestmannaeyjum. Óhætt er að segja að orgelið njóti sín einkar vel á nýjum stað. Orgelið var sett upp í Landakirkju árið 1953. Í Vestmannaeyjagosinu smaug aska inn um allt hljóðfærið svo að það var ekki talið borga sig að gera við það. Það fór þó svo að Ólafur keypti gripinn og gerði hann upp. Orgelið er nú ný stillt en það er af gerðinni Starup og er 16 radda.

 

Nýjar fréttir