-6.6 C
Selfoss

Byggt við Íþróttahúsið á Hellu

Vinsælast

Rangárþing ytra og verktakafyrirtækið Tré og Straumur ehf í Skeið- og Gnúpverjahreppi hafa undirritað verksamning vegna viðbyggingar sem rísa á við Íþróttahúsið á Hellu. Um er að ræða tvílyft hús úr límtré, klætt steinullareiningum með einhalla þaki við núverandi íþróttahús. Á neðri hæðinni verður áhaldageymsla en á þeirri efri verður líkamsræktaraðstaða sem tengist núverandi íþróttamiðstöð um göngusvalir í íþróttahúsi. Verkáætlun gerir ráð fyrir að hafist verði handa í byrjun júní og að húsið verði fokhelt í haust og  áhaldageymslan verði tilbúin til notkunar 15. desember n.k. Verklok eru áætluð þann 1. júní 2020. Verksamningurinn hljóðar upp á 123 mkr. Samningurinn var undirritaður í Íþróttahúsinu á Hellu að viðstöddum m.a. fulltrúum sveitarstjórnar og Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar sveitarfélagsins. Þessi framkvæmd mun bæta aðstöðu Íþróttamiðstöðvarinnar til mikilla muna og eykur enn á fjölbreytta nýtingarmöguleika Íþróttahússins.

Nýjar fréttir