-9.7 C
Selfoss

Margir með hugann við viðureign kvöldsins

Vinsælast

Mikil eftirvænting ríkir á Selfossi í dag en flestir Selfyssingar og nærsveitungar eru með hugann við kvöldið og leikinn framundan. Bærinn skartar sínu fegursta og fjólubláir fánar UMFS dregnir að húni og ljóst að bæjarfélagið er tilbúið í átökin.

Það er mikið undir en í úrslitarimmu kvöldsins geta Selfyssingar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Það er óhætt að segja að leikirnir á undan hafi verið æsispennandi og ætla má að leikurinn í kvöld verði enginn undantekning.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá krakka í Sunnulækjarskóla á Selfossi senda liðinu hvatningu inn í leik kvöldsins. Myndbandi birti Erna Jóhannesdóttir, kennari í Sunnulækjarskóla.

Nýjar fréttir