Tvívegis var lögregla kölluð til á laugardag vegna bruna á Selfossi. Rétt eftir hádegi var tilkynnt um eld á Vélaverkstæði Þóris sem er til húsa að Austurvegi 69. Þar kom upp eldur í vegg. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu slökkti eldinn sem var óverulegur nánast glóð. Eldsupptök eru rakin til þess að verið var að logskera málm og gjall komis í vegg og eldur kviknað.
Hinn bruninn var á veitingastaðnum Kaffi krús við Austurveg um kvöldið. Eldur kom upp í reykháf frá pizzuofni. Slökkvilið kom mjög fljótt á staðinn og kom í veg fyrir stórtjón að mati vitna.
Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.