Þriðji leikurinn í úrslitaeinvígi Selfoss og Hauka í handknattleik karla fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann kl. 18:00.
Staðan í einvíginu er jöfn 1:1 eftir að Haukar unnu eins marks sigur 26-27 í Hleðsluhöllinni á Selfossi sl. föstudag. Selfoss vann fyrsta leikinn á Ásvöllum 22:27.
Það lið sem vinnur í kvöld kemur sér í góða stöðu því vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fjórði leikurinn verður á Selfossi á miðvikudaginn kemur og sá fimmti, ef með þarf, í Hafnarfirði á föstudaginn.
Nú er bara að drífa sig og mæta á þessa leiki og hvetja Selfissinga til sigurs.