Eins og áður hefur komið fram varð umferðarslys í dag þegar rúta fór á hliðina í Öræfum með þeim afleiðingum að flytja þurfti fjóra alvarlega slasaða með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík.
Svo heppilega vildi til að félagar frá Björgunarfélagi Árborgar voru á leiðinni á landsþing björgunarsveita á Egilsstöðum og voru aðeins 15 mínútur frá slysstað þegar útkall barst. Björgunarsveitin sneri umsvifalaust við og var með þeim fyrstu á vettvang.
Björgunarmiðstöðin á Selfossi hefur verið virkjuð til aðgerðastjórnunar.