-9.8 C
Selfoss

Málþing um stöðu og framtíð iðn-, verk- og tæknigreina á Suðurlandi

Vinsælast

Fimmtudaginn 9. maí verður haldið á Hótel Selfossi málþing um stöðu og framtíð iðn-, verk- og tæknigreina á Suðurlandi. Yfirskrift málþingsins sem stendur frá kl. 14 til kl. 16 er Að efla verkvitið – staða og framtíð iðn-, verk- og tæknigreina á Suðurlandi.

Sunnlendingar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir eflingu iðn-, tækni- og verkmenntunar með nýju verknámshúsi FSu, starfamessum, fagháskólaverkefnum og stofnun FabLab smiðju. Á sama tíma hefur fjórða iðnbyltingin fengið aukna athygli. Frummælendur ætla að ræða hvort hún muni einhverju breyta varðandi fyrrnefnd áhersluverkefni Sunnlendinga og hvernig sé hægt að leggjast saman á árar til að efla fyrrnefndar greinar í héraðinu í þágu samfélagsins, bæði nú og til framtíðar.

Frummælendur eru:
Svanur Ingvarsson, kennslustjóri verknáms í Fjölbrautaskóla Suðurlands
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands
Hera Grímsdóttir, deildarforseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins
Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður Tæknifræðiseturs Háskóla Íslands
Sigurður Þór Sigurðsson, fyrir hönd Atorku, samtaka atvinnurekenda á Suðurlandi

Að loknu málþinginu mun Atorka – samtök atvinnurekenda á Suðurlandi bjóða upp á léttar veitingar.

Allir áhugasamir eru hvattir til að koma.

Hlekkur á viðburðinn í gengum Facebook:
https://www.facebook.com/events/2325267154461697/

Nýjar fréttir