-4.8 C
Selfoss

Umhverfis- og menningardagar í Mýrdalshreppi

Vinsælast

Dagana 23.–27. apríl verða umhverfis- og menn­ing­ar­dagar haldnir í Mýrdals­hreppi. Yfirskrift daganna er Vor í Vík. Helstu áherslur þess­­ara daga eru að fá fólk til að huga að umhverfinu, stunda hreyf­ingu og útivist og fjölga samverustundum íbúa sveitar­félagsins.
Markmiðið er að efla fræðslu, snyrta umhverfið og eiga skemmtilegar sam­veru­stundir með fjölskyldu, vinum og nágrönnum. Fyrirtæki og íbúar eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í verkefninu.

Menn­ingar­nefnd og um­hverf­is­mála­nefnd Mýrdals­hrepps standa að þess­um dög­um ásamt sveit­arfélaginu, ýms­um félagasam­tökum og vel­unn­urum.

Nýjar fréttir