Þann 9. apríl sl. söfnuðust ungmenni úr efstu bekkjum grunnskóla á Suðurlandi saman á Starfamessu sem haldin var í þriðja sinn í Hamri, verknámshúsi FSu. Þar gafst þeim tækifæri til að kynna sér starfsemi og störf fjölda sunnlenskra fyrirtækja og ljóst að áhugi nemenda var mikill.
Starfamessan hefur verið haldin annað hvert ár síðan 2015. Það er mat forsvarsmanna sunnlenskra fyrirtækja og umsjónarmanna námsbrauta í iðn-, verk- og tæknigreina sem koma að Starfamessunni að hún hafi marktækt aukið sókn nemenda í verk-og tæknigreinar. Þetta á sérstaklega við um málmiðngreinar, húsasmíðar, rafgreinar og grunnám bygginga- og mannvirkjagreina.
Í kjölfar starfamessunnar verður haldið málþing um stöðu iðn- verk- og tæknigreinar þann 9. maí nk. þar mun gefast tækifæri til að gera upp Starfamessuna og ræða framhaldið.
Að venju tók fjöldi sunnlenskra fyrirtækja þátt í hinum ýmsu greinum. Matvælaiðnaður, hótel og veitingageirinn, bakarar, prentiðnaður var meðal þess sem fyrir augu bar.
Sú nýjung var í ár að ratleikurinn sem leiðir nemendur í gegnum messuna var rafrænn, þ.e. nemendur hlóðu niður appi sem innihélt ratleikinn en í honum þurftu þau að leysa hinar ýmsu þrautir. Leikurinn var unnin í samvinnu við Íslenska leikjafyrirtækið Locatify og kallast TurfHunt.
Nemendur tóku þessari nýjung og virkilega vel en á næstu dögum verður tilkynnt hvaða lið hlutu hæstu stigin og fá þarf af leiðandi vegleg verðlaun í boði Atorka – samtök atvinnurekenda á Suðurlandi.