3.9 C
Selfoss

Flóahlaupið fer fram um helgina

Vinsælast

Flóahlaupið fer fram við Félagslund í Flóahreppi í 41. skipti laugardaginn 6. apríl næstkomandi. Flóahlaupið hefur verið haldið árlega frá árinu 1979 svo hlaupið fagnar 40 ára afmæli í ár. Flóahlaupið hefur breyst töluvert í gegnum tíðina en fyrstu árin hófst hlaupið og endaði á hlaðinu í Vorsabæ en þegar hlaupið stækkaði þurfti að færa hlaupið að Félagslundi. Í fyrsta hlaupinu voru tíu keppendur en flestir hafa keppendur verið á annað hundrað. Haldið hefur verið í þá hefð að bjóða upp á kökuhlaðborð að hlaupi loknu og verður enginn svikinn af því. Framkvæmdaaðili hlaupsins er Ungmennafélagið Þjótandi.

Hlaupið í ár verður sem fyrr segir haldið laugardaginn 6. apríl og hefst kl. 13:00 við Félagslund. Boðið verður upp á í 3 km skemmtiskokki þar sem allir þátttakendur fá verðlaun fyrir þátttöku auk þess sem keppt verður til verðlauna í eftirfarandi vegalengdum og flokkum: 3 km hlaupi pilta og stúlkna 14 ára og yngri, 5 km opnum flokki karla og kvenna og 10 km hlaupi kvenna 39 ára og yngri, 40–49 ára og 50 ára og eldri. 10 km hlaupi karla 39 ára og yngri, 40–49 ára, 50–59 ára, 60–69 ára og 70 ára eldri. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki auk þess sem allir fá verðlaun fyrir þátttöku. Skráningargjald er 1.500 kr. fyrir 14 ára og yngri og 3.000 kr fyrir 15 ára og eldri. Forskráning í hlaupið fer fram á hlaup.is gegn lægra gjaldi en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Ath. að greiða verður með peningum, enginn posi verður á staðnum. Innifalið í skráningargjaldinu er glæsilegt kaffihlaðborð að hætti Flóamanna að hlaupi loknu. Allir áhugsamir eru hvattir til að koma og taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi um Flóann.

Nýjar fréttir