-5.8 C
Selfoss

Úrslitaleikur hjá Hamri í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld

Vinsælast

Körfuknattleikslið Hamars í Hveragerði leikur í kvöld úrslitaleik í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta gegn Hetti frá Egilsstöðum. Hamar vann fyrsta leikinn í einvígi liðanna en Höttur næstu tvo. Staðan var því 2-1 fyrir Hött þegar Hamarsmenn fóru til Egilsstaða þann 30. mars sl. Hamarsmenn gerður sér lítið fyrir og unnu leikinn og jöfnuðu þar með einvígið 2-2. Því fer fram hreinn úrslitaleikur í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld kl. 19:15. Það lið sem vinnur mætir Fjölni í úrslitakeppni um hvort liðið fer upp í Dominosdeidlina með Þór frá Akureyri. Þórsarar urðu efstir í 1. deildinni og fara því beint upp. Fjölnir vann Vestra 3-0 í undanúrslitaeinvígi og mætir því annað hvort Hamri eða Hetti.

Nú er um að gera fyrir körfuboltaáhugamenn að mæta í Hveragerði í kvöld og styðja sína menn til sigurs.

Nýjar fréttir