-6.9 C
Selfoss

Stefnir í fjöruga Söngkeppni Árborgar

Vinsælast

Söngvakeppni milli fyrirtækja í Árborg verður haldin í fyrsta skipti föstudagskvöldið 31. mars nk. Fulltrúar frá tíu fyrirtækjum munu etja kappi og það atriði sem hlýtur flest atkvæði sérstakrar dómnefndar, sem í sitja landsfrægir aðilar, hlýtur glæsilegan farandgrip í verðlaun. Auk þess verða veitt vegleg verðlaun fyrir flottasta búninginn, bestu stemningu stuðningsmanna og fleira.

Til að kynnast keppendum aðeins betur voru lagðar fyrir þá eftirfarandi spurningar:

Aðalbjörg Halldórsdóttir / Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Aðalbjörg Halldórsdóttir / Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Nafn: Aðalbjörg Halldórsdóttir.
Fyrirtæki: Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Stjörnumerki: Vog.
Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Ég er algjör alæta á tónlist og því erfitt að velja einn uppáhalds en Ed Sheeran er æði og hljómsveitin Hjálmar eru snillingar!
Hver er fyndnust/fyndnastur á vinnustaðnum þínum: Allir jafn fyndnir!
Af hverju takið þið þátt: Til að hafa gaman.
Hvað gerir þú/þið ef þið vinnið söngvakeppni Árborgar: Ég myndi hoppa af kæti og stíga trylltan gleðidans.
Hvað gerðir þú/þið við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér/ykkur: Ég keypti mér græna bjöllu þar sem mig hefur alltaf langað í svoleiðis bíl.
Eitthvað að lokum: „Ef þú vilt að draumar þínir rætist, verðuru að vakna!“

Elísas Dagmar Björgvinsdóttir / MS Selfossi
Elísas Dagmar Björgvinsdóttir / MS Selfossi

Nafn: Elísa Dagmar Björgvinsdóttir.
Fyrirtæki: MS Selfossi.
Stjörnumerki: Meyja.
Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Beyoncé!
Hver er fyndnust/fyndnastur á vinnustaðnum þínum: Ógeðslega margir fyndnir og get ekki gert upp á milli.
Af hverju takið þið þátt: Því það er gaman!
Hvað gerir þú/þið ef þið vinnið söngvakeppni Árborgar: Einhverstaðar heyrði ég að ég fengi viku frí á launum.
Hvað gerðir þú/þið við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér/ykkur: Lagði þá inn á reikning.

Grétar Lárus Mattíasson / Selfossveitur, framkvæmda og veitusvið
Grétar Lárus Mattíasson / Selfossveitur, framkvæmda og veitusvið

Nafn: Grétar Lárus Mattíasson.
Fyrirtæki: Selfossveitur, framkvæmda og veitusvið.
Stjörnumerki: Meyja.
Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Meshuggah.
Hver er fyndnust/fyndnastur á vinnustaðnum þínum: Bárður byggingafulltrúi.
Af hverju takið þið þátt: Til að vinna.
Hvað gerir þú/þið ef þið vinnið söngvakeppni Árborgar: Förum í Eurovision.
Hvað gerðir þú/þið við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér/ykkur: Gaf öllum launahækkun hjá Sveitarfélaginu.
Eitthvað að lokum: Max power, þabbar svoleis!

Guðjón Jónsson / JÁVERK
Guðjón Jónsson / JÁVERK

Nafn:  Guðjón Jónsson.
Fyrirtæki: JÁVERK.
Stjörnumerki: Krabbi.
Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Þessa stundina hlusta ég mikið á t.d. Kaleo en auðvitað kemst enginn með tærnar þar sem Bob Marley er með hælana.
Hver er fyndnust/fyndnastur á vinnustaðnum þínum: Allir óborganlegir húmoristar.
Af hverju takið þið þátt: Okkur var boðið að taka þátt og fyrirtækið skorast aldrei undan skemmtilegri áskorun.
Hvað gerir þú/þið ef þið vinnið söngvakeppni Árborgar: Þá verða öll byggingaverkefni JÁVERK sett á ís og haldið af stað í tónlistarferðalag.
Hvað gerðir þú/þið við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér/ykkur: Fórum til Jamaíka með liðið. Það steig reykur upp frá hópnum og ég heyrði ,,Jaaaaaa maaaaan“.
Eitthvað að lokum: Djöfull skulum við hafa gaman af þessu.

Guðný Lára Gunnarsdóttir og Gunnhildur Þórðardóttir / Sunnulækjarskóli
Guðný Lára Gunnarsdóttir og Gunnhildur Þórðardóttir / Sunnulækjarskóli

Nafn: Guðný Lára Gunnarsdóttir og Gunnhildur Þórðardóttir.
Fyrirtæki: Sunnulækjarskóli.
Stjörnumerki: Guðrún Lára er sporðdreki og Gunnhildur hrútur.
Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Guðný Lára heldur mikið upp á Radiohead og Muse…en listinn væri langur ef hún færi að telja upp alla þá sem eru í uppáhaldi! Gunnhildur heldur mikið upp á Todmobile.
Hver er fyndnust/fyndnastur á vinnustaðnum þínum: Við erum nokkuð sammála um að það sé hún Mæja heimilsfræðikennari…hún hefur endalaust fyndnar sögur að segja af sjálfri sér hálf klúðra málunum.
Afhverju takið þið þátt: Við vorum plataðar í það! En tókum reyndar alls ekkert illa í að vera plataðar.
Hvað gerir þú/þið ef þið vinnið söngvakeppni Árborgar: Við verðum auðvitað svakalega ánægðar með okkur og hættum að tala við alla og óskum eftir allskonar þjónustu og dekri..… En nei svona í alvöru þá erum við bara ánægðar að vera með og styðjum að svona viðburður verði haldinn árlega í sveitarfélaginu.
Hvað gerðir þú/þið við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér/ykkur: Jááá sko við keyptum okkur svartan og hvítan porche með númerinu JáeðaNEi og svo nammi fyrir afganginn!
Eitthvað að lokum: Megi sá besti vinna þessa keppni!

Guðrún Svala Gísladóttir / Ráðhús Árborgar
Guðrún Svala Gísladóttir / Ráðhús Árborgar

Nafn: Guðrún Svala Gísladóttir.
Fyrirtæki: Ráðhús Árborgar.
Stjörnumerki: Steingeit.
Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Svo margir og fjölbreyttir, ég elska alla tónlist.
Hver er fyndnust/fyndnastur á vinnustaðnum þínum: Það er hún Halla jólastelpa, ekki spurning.
Af hverju takið þið þátt:Það er svo hrikalega góð hljómsveit sem leikur undir að það er ekki hægt að sleppa því.
Hvað gerir þú/þið ef þið vinnið söngvakeppni Árborgar: Eftir tveggja sólarhringa fagnaðarlæti stofnum við Ráðhúsbandið og sveitaballamenningin verður rifin í gang.
Hvað gerðir þú/þið við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér/ykkur: Keypti mér grænan bíl og notaði restina til að endurskipuleggja íslenskt velferðarkerfi.
Eitthvað að lokum: Vonandi eiga áhorfendur eftir að njóta með okkur sem tökum þátt. Áfram Selfoss!

Sara Guðjóns og hinar Grýlurnar / Hulduheimar
Sara Guðjóns og hinar Grýlurnar / Hulduheimar

Nafn: Sara Guðjóns og hinar Grýlurnar.
Fyrirtæki: Hulduheimar.
Stjörnumerki: Það fer náttúrulega eftir stöðu sólar við miðbaug og rísandi tungli í norðaustri.
Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Grýlurnar og náttúrulega Pollapönk.
Hver er fyndnust/fyndnastur á vinnustaðnum þínum: Náttúrulega netþjónninn.
Af hverju takið þið þátt: Allir leikskólakennarar eru náttúrulega athyglissjúkir og svo eflir þetta núvitund og liðsheild.
Hvað gerir þú/þið ef þið vinnið söngvakeppni Árborgar: Förum náttúrulega í tónleikaferð á langferðabifreið og gerum garðinn frægan en komum ekki naktar fram.
Hvað gerðir þú/þið við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér/ykkur: Keyptum okkur náttúrulega verkfæri frá Black og Decker, átján hjóla trukk og skurðgröfu.
Eitthvað að lokum: Við hvetjum náttúrulega alla til að mæta á söngvakeppni Árborgar. Sjón er náttúrulega sögu ríkari.

Stefán Örn Viðarsson / TRS ehf.
Stefán Örn Viðarsson / TRS ehf.

Nafn: Stefán Örn Viðarsson.
Fyrirtæki: TRS ehf.
Stjörnumerki: Bogamaður.
Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Rökkva!
Hver er fyndnust/fyndnastur á vinnustaðnum þínum: Það er enginn fyndinn hjá TRS, maður á ekki að hlægja í vinnunni.
Af hverju takið þið þátt: Af því framkvæmdastjórinn okkar sagði okkur að gera það.
Hvað gerir þú/þið ef þið vinnið söngvakeppni Árborgar: Förum í Evróputúr til Vestmannaeyja og jafnvel víðar með miklum drykkjulátum.
Hvað gerðir þú/þið við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér/ykkur: Förum í menningarferð til Hamborgar með miklum drykkjulátum.
Eitthvað að lokum: Við þakka kærlega fyrir þetta tækifæri að sýna hæfileikana og kraftinn sem býr í starfsfólki TRS og hvet alla til að mæta og horfa á okkur á sviði með mikil drykkjulæti þann 31. mars.

Þórir Geir Guðmundsson / SET Röraverksmiðja
Þórir Geir Guðmundsson / SET Röraverksmiðja

Nafn: Þórir Geir Guðmundsson.
Fyrirtæki: Set Röraverksmiðja.
Stjörnumerki: Vog.
Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Queen/Freddy Mercury.
Hver er fyndnust/fyndnastur á vinnustaðnum þínum: Óskar Guðjónsson, betur þekktur sem Póskar.
Af hverju takið þið þátt: Vegna þess að í rauninni er ég að fá að spila á tónleikum.
Hvað gerir þú/þið ef þið vinnið söngvakeppni Árborgar: Ég ætla að heimta að fá skúffuköku annanhvern fimmtudag í mötuneyti Set.
Hvað gerðir þú/þið við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér/ykkur: Ég mundi kaupa pláss á sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum 2017.
Eitthvað að lokum: Er ekki bjór þarna?

Nafn: Slökkvarar.
Fyrirtæki: Brunavarnir Árnessýslu.
Stjörnumerki: Naut.
Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður: Helgi og hljóðfæraleikararnir.
Hver er fyndnust/fyndnastur á vinnustaðnum þínum: Allir jafn fyndnir!!
Af hverju takið þið þátt: Unna sagðiða.
Hvað gerir þú/þið ef þið vinnið söngkeppni Árborgar: Hugsa að við förum fram á að taka þátt í öllum söng og gleðiskemmtunum sem haldnar verða í Árborg árið 2017…eeeeeeða hópferð í ísbúð.
Hvað gerðir þú/þið við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér/ykkurKaupa hlutabréf í Huppu….og krapvél á Slökkvistöðina.
Eitthvað að lokum: Við hlökkum mikið til að taka þátt og lofum frábærri skemmtun…

Nýjar fréttir