Gjaldkera Björgunarfélags Árnesinga hefur verið vikið frá störfum vegna misnotkunar á viðskiptakorti félagsins. Málinu hefur verið vísað til lögreglu sem fer með rannsókn þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgunarfélagnsu
Tilkynning frá Björgunarfélagi Árborgar:
Gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar hefur viðurkennt að hafa nýtt viðskiptakort félagsins til kaupa á eldsneyti til eigin nota. Honum hefur verið vikið frá störfum og stjórn Björgunarfélagsins hefur vísað málinu til lögreglu sem fer með rannsókn þess.
Félagar í Björgunarfélagi Árborgar líta málið alvarlegum augum og harma að gjaldkerinn fyrrverandi hafi brugðist trausti þeirra með þessum hætti. Reikningar félagsins síðustu ára verða nú skoðaðir gaumgæfilega og málið unnið í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg og lögmann þess.
Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um málið meðan rannsókn lögreglu stendur yfir.
Tryggvi Hjörtur Oddsson,
formaður Björgunarfélags Árborgar.