-5 C
Selfoss

Bifreið fór niður um vök að Fjallabaki

Vinsælast

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að Björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út í nótt um 02.30. Tilkynning barst lögreglu um að bifreið hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til að aðstoða félaga sinn sem fest hafði bíl sinn þar. Báðir bílarnir fóru niður um vök sem myndast hefur neðan við Hnausapoll. Allir komust þeir úr bílunum og gengu af stað í áttina að þeim fasta sem var við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7.5 km leið að fasta bílnum. Þeir komust heilu og höldnu inn í bílinn um kl. 05 og bíða þar björgunarsveita en veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist ferð björgunarsveita seint.

Nýjar fréttir