-5.4 C
Selfoss

Helga Sóley íþróttamaður Hamars

Vinsælast

Helga Sóley Heiðarsdóttir, körfuknattleikskona úr Hveragerði, var í útnefnd Íþróttamaður Hamars fyrir árið 2018 á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Helga Sóley hefur verið ein aðaldriffjöðrin körfuknattleiksliði Hamars í meistaraflokki og verið öflug í unglingalandsliðinu einnig.

Tímabilið 2017–2018 tók Helga Sóley sín fyrstu skref í meistaraflokki, aðeins 15 ára gömul í upphafi tímabils. Hún varð strax lykilleikmaður í meistaraflokki Hamars sem spilaði í 1. deild. Helga vakti athygli á vellinum fyrir mikla snerpu, ákveðni og dugnað á báðum endum vallarins þrátt fyrir ungan aldur og að vera að spila á móti töluvert eldri og reyndari leikmönnum. Á sama tíma var Helga Sóley að spila með sínum jafnöldrum í 10. flokki kvenna í sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna. Liðið endaði tímabilið með frábærum árangri og náði 4. sæti Íslandsmótsins. Helga Sóley var einn af lykilleikmönnum þessa liðs.

Á vordögum 2018 var Helga Sóley valin í u16 ára landslið Íslands. Hún spilaði með liðinu á Norðurlandamótinu í Helsinki og Evrópumótinu í Serbíu. Helga Sóley var í stóru hlutverki í íslenska liðinu þetta ár og var til að mynda byrjunarliðsmaður í öllum leikjum liðsins.

Nýjar fréttir