-7 C
Selfoss

Ungskáld, vísur, skúffuskáld og ljóð

Vinsælast

Skemmtileg stemning var á viðburðinum „Heims um ljóð“ sem haldinn var í Fjölbrautarskólanum á Suðurlandi í síðustu viku. Hátíðin er haldin um allan heim sem hluti af fyrirbæri sem kallað er „Heimsljóðahreyfingin“ (e. World Poetry Movement).

Markmið hreyfingarinnar er að vinna gegn stríði með friði og einingu. Í ár var yfirskriftin ljóðalestur gegn múrum og hindrunum. Það var Magnús Kjartan Eyjólfsson, Stuðlabandssöngvari, sem reið á vaðið og söng fyrir gesti. Þá stigu í pontu ungskáld, skúffuskáld og upplesarar sem lásu ljóð úr ýmsum áttum. Sumir sömdu ljóð á staðnum ásamt því að eitt var flutt á frönsku. Þá flutti íÍslandsmeistarinn í ljóðaslammi, Jón Magnús Arnarsson, keppnisljóð sitt sem hann samdi fyrir Heimsmeistarakeppnina í ljóðaslammi nú í haust.

Eins og fram hefur komið kenndi ýmissa grasa meðal ljóðanna og ljóst að ljóðlistin er síst á undanhaldi.

„Það er mikill áhugi á ljóðunum í dag. Það eru margir að yrkja og við hjá Bókabæjunum vitum af ýmsum skúffuskáldum, bæði sem birtust hér í dag og öðrum sem áttu ekki heimangengt, segir Harpa Rún Kristjánsdóttir, annar skipuleggjanda hátíðarinnar.“

Nýjar fréttir