Þann 2. febrúar sl. héldu kátir saumarar upp á 6 ára afmæli Njálurefilsins á Hvolsvelli. Afmælisfagnaðurinn hófst með snörpum saumaskap og síðan var haldin vegleg afmælisveisla með fínustu súpu og sætindum. Segja má að vinnan við saumaskapinn sé á lokametrunum. Búið er að sauma 75,70 metra að fullu og næstu 8 metrarnir eru langt komnir. Að þeim loknum verða aðeins sex metrar eftir og ef fram heldur sem horfir verður verkinu lokið á þessu ári.
Að meðaltali hafa verið saumaðir um 13 metrar á ári en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að verkið tæki 10 ár þannig að saumaðir hafa verið fjórum metrum meira en gert var ráð fyrir á ári hverju.