Starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar hafa haft í nógu að snúast við að moka frá niðurföllum og veita burt vatnsaganum sem myndaðist í hlákunni sl. nótt og í morgun. Víða voru klakastykki yfir niðurföllum eða íshröngl sem hefti aðgengi vatnsins að niðurföllum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er útlit fyrir að hitinn verði frá 0-6° fram eftir vikunni og yfirleitt frostlaust við suðurströndina.