Góðir gestir verða í messu í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 19. mars nk. kl. 11:00. Þar mun bandaríski trompetleikarinn David Coleman leika nokkur verk eftir ýmsa höfunda með Jóni Bjarnasyni organista. Kvennakórinn Söngspírurnar undir stjórn Írisar Erlingsdóttur tekur lagið og Bergþóra Ragnarsdóttir, djáknakandídat, mun prédika en hún hefur haft umsjón með barnastarfi Skálholtsprestakalls síðastliðin 3 ár. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir þjónar fyrir altari.