Tjaldað við Kerið í 13 stiga frosti

Mynd: Einar D. G. Gunnlaugsson.
Mynd: Einar D. G. Gunnlaugsson.

Hress ferðamaður sem heitir Faruk og er frá Ankara í Tyrklandi lét sér ekki muna um að tjalda í snjónum rétt neðan við Kerið í Grímsnesi ásamt unnustu sinni í kuldanum í gær.

Einn af lesendum dfs.is kom að honum kl.10:30 í gærmorgun þar sem hann var að fá sér morgunkaffi áður en þau færu að skoða Kerið. Þau eru að ferðast um Ísland á „puttanum“.  Næsti áfangastaður þeirra er Geysir og síðan Gullfoss.

Aðspurður hvort ekki hafi verið kalt hjá þeim í tjaldinu í  nótt , svaraði Faruk að bragði „Nei við erum mjög vel útbúin“.