Fjölmargir sóttu þorrablótið sem haldið var á Selfossi um liðna helgi. Dfs.is bárust myndir frá Gunnari Þór Gunnarssyni. Borinn var fram hefðbundinn íslenskur þorramatur. Fyrir gikkina var hægt að komast í lambalæri, sósu og gratíneraðar kartöflur. Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum en leyni atriði kvöldsins var stórsöngvarinn Geir Ólafs sem söng fyrir gesti með látúnsbarka sínum.