-3.9 C
Selfoss

Árborg hækkar frístundastyrkinn fyrir árið 2019

Vinsælast

Í tilkynningu á heimsíðu Árborgar kemur fram að frístundastyrkur fyrir árið 2019 verði 35.000 kr. á hvert barn á aldrinum 5-17 ára sem er með lögheimili í sveitarfélaginu.  Frístundastyrkurinn er veittur vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.  Árið 2019 er styrkurinn 35.000 krónur á hvert barn sem er hækkun um 5000 kr. frá fyrra ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu 2019 (til 31.desember) óháð fjölda greina/námskeiða. Markmið og tilgangur Frístundastyksins er að öll börn, 5-17 ára, í Árborg, hafi tækifæri til að geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum, segir jafnframt í tilkynningunni.

Nýjar fréttir