Milliliðalaus sala á matvælum hefur færist í vöxt að undanförnu. Ein birtingarmynd þess er svokölluð REKO hugmyndafræði sem rekin er í gegnum Facebook hópa. REKO gengur út á það að nýta nútímatækni, þ.e. Facebook, sem dreifileið á vörum bænda, heimvinnsluaðila og smáframleiðenda á vörum sínum til neytenda. Sérstakur REKO hópur hefur verið stofnaður á Suðurlandi og hefur hann þegar tekið til starfa.
Fyrirmyndin kemur frá Finnlandi en REKO er skammstöfun og þýðir „vistvænir og heiðarlegir viðskiptahættir“. Tilgangurinn með REKO er að efla nærsamfélagsneyslu og færa framleiðendur og kaupendur nær hver öðrum; gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði og færa smáframleiðendur ofar í virðiskeðjuna.
Fyrirkomulagið er þannig að stjórnandi hvers REKO hóps stofnar viðburð (e: event) inn í REKO hópnum fyrir hverja afhendingu. Framleiðendur setja inn færslur inn í þá viðburði sem þeir vilja taka þátt í þar sem þeir tilgreina hvað þeir hafi í boði og hvað það kosti. Undir hverja færslu setja áhugasamir kaupendur inn athugasemd þar sem þeir tilgreina hvað þeir vilji kaupa og hve mikið. Þeir geta einnig gert það í einkaskilaboðum til framleiðenda.
Kaupendur greiða framleiðendunum svo rafrænt fyrir það sem þeir ætla að kaupa – fyrir afhendingardaginn. Á afhendingardeginum afhenda framleiðendur kaupendum síðan vörurnar milliliðalaust,
Þeir hópar sem eru formlega farnir af stað auk Suðurlands hafa verið með frá einni upp í fimm afhendingar eru REKO Reykjavík, Vesturland, Sunnanverðir Vestfirðir og Norðurland.
Næsta afhending hjá REKO Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar kl. 11–12 hjá Jötun á Selfossi.