-8.3 C
Selfoss

Suðurlandsdeildin fer af stað

Vinsælast

Nú styttist óðum í að Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum hefji göngu sína en hún verður nú haldin í þriðja skiptið. Fyrsta keppni er 22. janúar og þá verður keppt í fjórgangi. Ellefu lið eru skráð til leiks og eru bæði ný lið og nýir knapar sem gerir deildina ennþá meira spennandi. Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og Hestamannafélagsins Geysis.

Dagsetningar og keppnisgreinar:

  1. janúar – Fjórgangur
  2. febrúar – Fimmgangur
  3. febrúar – Parafimi
  4. mars – Tölt og skeið

Hvert lið er skipað 2–3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Á hverju kvöldi keppa tveir áhugamenn og tveir atvinnumenn, nema á lokakvöldinu – þá geta allir keppt. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð í ár.

Liðin sem keppa í ár eru:

  • Lið Vöðla/Snilldarverks.
  • Lið Fets/ Kvista.
  • Lið Austuráss.
  • Lið IceWear.
  • Lið Hemlu/Hrímnid/Strandarhöfuðs.
  • Lið Tøltrider.
  • Lið Ásmúla.
  • Lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns.
  • Lið Heimahaga.
  • Lið Krappa.
  • Lið Húsasmiðjunnar.

 

Nýjar fréttir