-5.5 C
Selfoss
Home Fastir liðir Matgæðingur vikunar

Matgæðingur vikunar

0
Matgæðingur vikunar
Matgærðingur vikunnar.

Ég þakka Sigfúsi kærlega fyrir áskorunina, það er ekki auðvelt að koma á eftir honum þegar kemur að matseld.

Ég valdi að koma með uppskrift að kjúklingarétti sem er vinsæll á mínu heimili hjá öllum aldurshópum. Þessi réttur er einfaldur en tekur smá tíma í eldun.

Súrsætur kjúklingaréttur
3-4 kjúklingabringur
salt og pipar
ca. 180-200 g hveiti
3 egg, pískuð saman
60 ml olía
100-130 g sykur
4 msk. tómatsósa
65 ml hvítvínsedik
65 ml eplaedik eða rauðvínsedik
1 msk. soyasósa
1-2 tsk. hvítlaukssalt

Skerið kjúklingabringur í litla bita og kryddið með salti og pipar.

Veltið kjúklingabitunum fyrst upp úr hveitinu þar til það hylur bitana alveg og eftir það í eggin.

Steikið kjúklingabitana upp úr olíu á pönnu við meðalhita þar til þeir hafa brúnast örlítið.

Látið í eldfast mót.

Blandið sykri, tómatsósu, eplaediki, hvítvínsediki, soyasósu og hvítlaukssalti saman í skál.

Hellið yfir kjúklinginn og eldið í eina klukkustund við 185°C. Hrærið reglulega í kjúklingnum á 15 mínútna fresti og veltið upp úr sósunni þar til að hún hefur soðið niður og er orðin vel klístruð við kjúklinginn.

Berið fram með hrísgrjónum og grænmeti sem er ræktað í Hrunamannahreppi.

 

Ég læt fylgja með eina skemmtilega ídýfu sem er hægt að nota með kexi, Doritos-snakki eða bara ristuðu brauði.

Spínatídýfa

2 bollar parmesanostur

285 g frosið saxað spínat (þiðið)

400 g þistilhjörtu (ætiþistlar) (Hakkað, ekki með vatni)

2/3 bolli sýrður rjómi

1 bolli rjómaostur

1/3 bolli majones

2 tsk. hvítlaukur (hakkaður)

 

Hitið ofninn í 190°C

Blandið fyrst saman spínati, ætiþistlum og parmesanosti

Blandið restinni saman við

Bakið í 20-30 mín.

 

Að lokum skora ég á Eyþór Frímannsson að koma með uppskrift í næstu dagskrá að einhverju stórkostlegu þar sem ég veit að hann er ansi sniðugur í eldhúsinu, sérstaklega þegar hann setur á sig svuntuna.