-6.1 C
Selfoss

Hnetusúkkulaði-smábitar með exotískri karamellu

Vinsælast

Eftirréttur frá Michał og Bożenu á veitingastaðnum Mika í Reykholti. Mika er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af hjónunum Michał og Bożenu Józefik. Þar ríkir sannkölluð fjölskyldustemning þar sem allir, frá ömmu Józefik niður í börnin, hjálpast að við að gera staðinn að því sem hann er. Þar er mikið lagt upp úr ferskleika og góðu hráefni. Á Mika er flest allt lagað frá grunni hvort sem það er brauð eða sósur. Mika sérhæfir sig í súkkulaði, konfektgerð og humarréttum. Úr verður óvænt matargerð þar sem humar og súkkulaði mætast.

Hráefni í smábita:

200 gr möndluflögur

200 gr pistasíuhnetur

200 gr heslihnetur

200 gr heslihnetusmjör eða möndlusmjör

400 gr hvítt súkkulaði (má líka nota mjólkursúkkulaði eða dökkt súkkulaði)

Hráefni exotíska karamellu:

500 gr sykur

300 gr exotískur ávaxtasafi eða purre (ástaraldin, mango , sudachi, mandarin )

200 gr rjómi

Byrjum á því að rista hnetur á pönnu eða í ofni. Á meðan má bræða súkkulaðið og bæta við hnetusmjöri. Síðan er hnetunum blandað við.

Undirbúið plötuna með smjörpappir.

Hnetusúkkulaði-blöndunni er síðan skipt í smá bita og hún kæld.

Karamella

Hitið upp rjómann og purruna (safi úr maukuðum ávöxtum) saman upp í 90°C.

Byrjað er að gera þurra karamellu (e. dry caramel). Hita helmingi af sykri á pönnu, bæta smá og smá sykrinum við og hita þangað til fallegum gullbrúnum lit er náð, hiti ca. 176°C.

Rjómablöndunni er smá og smá bætt við.

Loksins er allt kælt og set yfir smábitana.

Gleðileg jól kæru landsmenn og njótið vel!

Nýjar fréttir