Í gær tóku fulltrúar Birtu – landssamtaka við rausnarlegum styrk frá nemendum og starfsfólki Grunnskólans í Hveragerði að upphæð 1.750.000 kr. Upphæðin safnaðist á góðgerðardegi skólans sem haldinn var 30.nóvember síðastliðinn.
Þetta er í fjórða sinn sem nemendur grunnskólans velja sér góðgerðarfélag sem þeir vilja styrkja og í ár kusu nemendur að styrkja Birtu – landssamtök. Styrkurinn er gefinn í minningu ástkærs skólabróður sem krakkarnir misstu á síðasta ári.
Nemendur og starfsfólk skólans eiga heiður skilinn fyrir metnaðinn, kraftinn og samhuginn sem þau hafa haft að leiðarljósi í þessu fallega og óeigingjarna verkefni.