-6.6 C
Selfoss
Home Fréttir Þankar við slaghörpuna eftir Jónas Ingimundarson

Þankar við slaghörpuna eftir Jónas Ingimundarson

0
Þankar við slaghörpuna eftir Jónas Ingimundarson
Þankar við slaghörpuna.

Út er komin bókin Þankar við slaghörpuna eftir Jónas Ingimundarson.

Jónas Ingimundarson er órjúfanlegur hluti af tónlistarlífi landsmanna og á að baki langt og farsælt starf sem píanóleikari, kennari og kórstjóri.

Hér fjallar Jónas um tónlist frá ýmsum sjónarhornum og veltir gildi hennar fyrir sér. Slagharpan er miðlæg í þessari bók sem er í raun óður til hennar. Jónas freistar þess jafnframt að svara áleitnum spurningum Bergþórs Pálssonar söngvara og hér eru kaflar um íslensku einsöngslögin með vangaveltum um flutning þeirra.

Jónas hugleiðir reynsluheim sinn, bæði í gamni og nokkurri alvöru, og segir frá ævintýrum tengdum tónleikahaldi innan lands sem utan – austan hafs og vestan.

Einnig fer hann orðum um tilurð Salarins í Kópavogi og fyrstu tíu starfsárin eða svo. Loks er að finna í bókinni yfirlit um tónleikahald undir samheitinu Tónlist fyrir alla, sem hófst undir forystu Jónasar og hann bar mjög fyrir brjósti.