Sigtún þróunarfélag ehf. hefur ákveðið að leita til íbúa í Árborg og kallar eftir tillögum að nöfnum á þær götur sem liggja í gegnum nýjan miðbæ Selfoss. Um er að ræða svokallaða A og B götu eins og þær eru skilgreindar í deiliskipulagsuppdrætti.
A-gata: Frá hringtorgi að bæjargarði, einstefnugata til suðurs.
B-gata: Frá Kirkjuvegi að Sigtúni, einstefnugata til austurs.
Tekið verður á móti tillögum til og með 15. desember. Hægt er að senda tillögur með tölvupósti á nafn@midbaerselfoss.is.
Æskilegt er að með fylgi rökstuðningur fyrir nafnatillögunum. Dómnefnd, undir forystu Guðjóns Arngrímssonar, mun vinna úr innsendum tillögum og leggja götuheitin til við bæjarráð Árborgar. Dregið verður úr innsendum tillögum og munu þrír heppnir hljóta gjafabréf á Kaffi krús að verðmæti 15 þúsund krónur.