-4.3 C
Selfoss

Ánægja með Þollóween í Þorlákshöfn

Vinsælast

Almenn ánægja var með hátíðina Þollóween í Þorlákshöfn. Fjöldi fyrirtækja tók þátt og viðburðir á hátíðinni fjölbreyttir. Aðstandendur hátíðarinnar sóttu um styrk í lista- og menningarsjóð bæjarins. Í fundargerð markaðs- og menningarmálanefndar Ölfuss kemur fram að hátíðin hafi hlotið styrk upp á 250 þúsund. Svohljóðandi bókun var í fundargerðinni: „Nefndin vill koma á framfæri hrósi til skipuleggjenda skammdegishátíðarinnar Þollóween. Vel var staðið að hátíðinni og hún var mikil lyftistöng fyrir samfélagið. Nefndin hlakkar til að sjá áframhaldandi uppbyggingu á þessari hátíð á komandi árum.“

 

Nýjar fréttir