Urður bókafélag á Hellu hefur gefið út bókina Feigðarflan til Íslands eftir sænska unglingabókahöfundinn vinsæla Kim M. Kimselius. Þetta er sjöunda bók Kims sem kemur út á íslensku, en bækur hennar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Þær eru allar mjög spennandi, stórfróðlegar aflestrar og eru víða notaðar sem ítarefni í skólum.
Eins og fyrri bækur Kim fjallar þessi um ævintýri söguhetjanna, Ramónu og Theós. Sagan gerist á Íslandi. Ramónu hafði lengi dreymt um að fara til Íslands og nú notfærir hún sér hæfileika sinn til að ferðast í tíma. Hún ákveður að fara til Íslands og tekur Theó, Róbert frænda sinn og Úlriku vinkonu sína með sér og að auki slæst hundurinn Plútó með í förina. Þau koma til Íslands á sama tíma og Ingólfur Arnarson og föruneyti hans. Þau ferðast svo fram og aftur um ýmis tímabil Íslandssögunnar. Hér á landi upplifa þau ótal ævintýri og mannraunir en allt fer vel að lokum.
Bókin er fáanleg í öllum helstu bókabúðum. Hana er einnig hægt að panta beint frá Urði bókafélagi. Þá er fyrsta bók Kim sem kom út á íslensku aftur fáanleg en hún var upseld um skeið. Hún ber heitið „Aftur til Pompei“.