Í gær laugardaginn 17. nóvember hófst árlegt samevrópsk vitundarátak sem kallast á íslensku Nýtnivika (e. The European Week for Waste Reduction). Hugmyndin með Nýtniviku er að vekja athygli á sjálfbærum auðlindum og úrgangsstjórnun. Nauðsynlegt er orðið að draga úr magni úrgangs en það er hægt meðal annars með að minnka neyslu, lengja líftíma hluta, samnýta þá og tryggja þeim framhaldslíf ef þeir gagnast ekki fyrri eiganda lengur. Allir geta tekið þátt í Nýtniviku með ýmsum hætti, allt frá naflaskoðun til skipulagningu viðburða fyrir nærsamfélagið. Nýtnivika 2018 er haldin 17.–25. nóvember.
Hafir þú eða þitt félag áhuga á að taka þátt með virkum hætti hvetjum við ykkur til að kíkja á viðburðardagatalið inná www.umhverfissudurland.is og sjá hvað er að gerast á Suðurlandi. Ef þið viljið sjálf halda viðburð, látið okkur vita og við munum aðstoða við að koma honum á framfæri.