-7.7 C
Selfoss

Biðjum þá sem ekki eiga erindi að velja aðra leið, sé þess einhver kostur

Vinsælast

Lokað hefur verið fyrir umferð við Sólvelli á Selfossi. Unnið verður að viðgerð á fráveitulögnum á næstu dögum. Ekki liggur fyrir hver verktíminn er vegna óvissuþátta um ástand lagna á svæðinu. Í tilkynningu frá Framkvæmda- og veitusviði kemur fram að reynt verði að takmarka lokunartíma götunnar eftir bestu getu.

Á meðan framkvæmdum stendur verður umferð beint um bílaplan við leikskólann Álfheima og búin verður til vegtenging af planinu inn á Reynivöll. Í samtali við Jóhönnu Þórhallsdóttur, leikskólastjóra Álfheima kemur fram: „Við viljum koma á framfæri óskum um að fólk reyni að velja aðra leið til að takmarka umferðina, en á morgnana er mikil umferð hér á planinu.“

Í afstöðumyndinni hér að neðan má sjá hvernig lokuninni verður háttað ásamt því hvernig vegtengingin er inn á Reynivöll. Í ljósi mikillar umferðar á morgnana og umferðar mjög ungra barna er ljóst að íbúar Árbogar ættu að taka höndum saman um að velja heldur aðra leið og sýna ítrustu varkárni á vinnusvæðinu.

Mynd: Sveitarfélagið Árborg.
Mynd: Sveitarfélagið Árborg.

Nýjar fréttir