Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi kom upp eldur í íbúð í fjölbýlishúsi við Álftarima á Selfossi. Slökkvilið og viðbragðsaðilar komu á staðinn og var reykkafari sendur inn í íbúðina til að bjarga konu sem þar var. Tókst það giftusamlega og var hún fluttur á Heilsugæsluna á Selfossi til aðhlyningar.
Íbúar á hæðinni í stigaganginum voru látnir yfirgefa fjölbýlishúsið á meðan verið var að reykræsta. Að því loknu fengu þeir að fara inn í íbúðir sínar aftur.