Í veðurlýsingu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að gul viðvörun taki gildi í fyrramálið á Suðurlandi og Suðausturlandi. Þá segir jafnframt að þokkalegt veður verði í dag en hægt vaxandi austanátt í kvöld. Gengur í austan og norðaustan hvassviðri og síðar storm í fyrramálið, hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Reikna má að úrkoman byrji sem snjókoma en þar sem sæmileg hlýindi fylgja þessari lægð mun úrkoman smám saman breytast í slyddu og rigningu, einkum þó um sunnanvert landið enda hlýnar mun hraðar þar en fyrir norðan. Dregur úr vindi aðfararnótt miðvikudags.“