Bæjarráð Árborgar tekur undir með ungmennaráði (UNGSÁ) að brýn nauðsyn sé til þess að á Selfossi sé heimavist þannig að FSU geti með góðu móti þjónað ungu fólki á Suðurlandi. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að málið hafi þegar verið rætt með þingmönnum Suðurlands en bæjaryfirvöld leggja mikla áherslu á að málið leysist farsællega.
„Málið hefur þegar verið rætt á fundi með þingmönnum Suðurlands og verður lögð fram ályktun vegna þess frá framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga á haustfundinum sem verður næstkomandi mánudag. Bæjaryfirvöld munu leggja mikla áherslu á að málið leysist farsællega,“ segir í bókuninni.